Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
HM 2027 haldið í Brasilíu eða Norður-Evrópu
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á föstudaginn í næstu viku verður kosið um hvar HM kvenna 2027 verður haldið og eru tveir valmöguleikar.

Mótið verður annað hvort haldið í Brasilíu eða í Norður-Evrópu, þar sem Belgía, Holland og Þýskaland vilja halda mótið í sameiningu.

211 aðildarsambönd FIFA munu kjósa um hvar HM verður haldið á 74. þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Bangkok 17. maí.

Tæknilegar skýrslur FIFA gefa tilboði brasilíska fótboltasambandsins 4 í einkunn af 5 mögulegum á meðan tilboð Belgíu, Hollands og Þýskalands fær 3,7 í einkunn af 5.

Það sem vegur á móti tilboði brasilíska sambandsins eru þær miklu vegalengdir sem landslið þurfa að ferðast á milli leikja, á meðan vegalengdir eru talsvert styttri í tilboðinu frá Evrópu.

Bandaríkin og Suður-Afríka ætluðu einnig að berjast um að hýsa keppnina 2027 en drógu tilboð sín til baka. Þau munu bjóðast til að hýsa HM kvenna 2031 í sitthvoru lagi.
Athugasemdir
banner
banner