Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir 4. deild: Eitt lið fékk yfirburðarkosningu
Árborg er spáð titlinum.
Árborg er spáð titlinum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Í kvöld hefst keppni í 4. deild karla en við á Fótbolta.net fengum fulltrúa allra liða til að spá í deildina sem er framundan. Fulltrúar liðanna skiluðu allir spá þar sem þeir röðuðu liðunum 1-9 og var það svo tekið saman.

Árborg fékk yfirburðarkosningu og er með langbesta lið deildarinnar samkvæmt þessari spá. Árborg fór með sigur af hólmi í C-deild Lengjubikarsins á dögunum og unnu þar Ými, 0-3, í úrslitaleik.

Ýmir mun fara upp með Árborg ef spáin rætist, en ef rýnt er í tölurnar þá er búist við fjögurra liða baráttu um annað sætið á milli Ýmis, Tindastóls, KH og KÁ.

Deildin verði þá svolítið tvískipt og KFS, Kría, Hamar, RB og Skallagrímur berjist í neðri hlutanum. RB og Skallagrímur eru tvö neðstu liðin og er þeim spáð falli, en það munar ekki miklu á þeim og liðunum þremur þar fyrir ofan.

Spá fulltrúa í 4. deild:
1. Árborg - 81
2. Ýmir - 62
3. Tindastóll - 60
4. KH - 59
5. KÁ - 57
6. KFS - 29
7. Kría - 28
8. Hamar - 27
9. RB - 25
10. Skallagrímur - 22

1. umferð deildarinnar:
8. maí - 17:30, Árborg - KFS (JÁVERK-völlurinn)
9. maí - 14:00, Ýmir - KH (Kórinn)
9. maí - 16:00, Kría - KÁ (Vivaldivöllurinn)
9. maí - 18:00, RB - Hamar (Nettóhöllin)
4. júní, Tindastóll - Skallagrímur (Sauðárkróksvöllur) - leikur sem var frestað
Athugasemdir
banner
banner
banner