Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir PSG og Dortmund: Hummels fullkominn - Ramos skúrkurinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Borussia Dortmund tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á útivelli gegn PSG í gærkvöldi.

Miðvörðurinn þaulreyndi Mats Hummels skoraði eina mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu á 50. mínútu og stóð sig vel í hjarta varnarinnar til að stöðva PSG frá því að skora mark.

Heimamenn sóttu stíft í seinni hálfleik og sköpuðu sér dauðafæri en tókst ekki að nýta þau. Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir og er framherjinn Goncalo Ramos skúrkurinn í liði PSG, þar sem hann fær aðeins 4 í einkunn fyrir sinn þátt í tapinu.

Ramos fékk boltann nokkrum sinnum í góðum stöðum en tókst ekki að gera mikið af viti áður en honum var skipt útaf á 63. mínútu.

Besti leikmaður vallarins var Mats Hummels, sem fær 10 í einkunn hjá Sky. Miðvörðurinn Nico Schlotterbeck fær 9 í einkunn á meðan flestir leikmenn í liði Dortmund fá ýmist 8 eða 7 fyrir sinn þátt, þrátt fyrir að hafa aðeins tekist að landa naumum sigri með heppni.

PSG átti fjögur stangarskot í tapinu og er ótrúlegt að liðinu hafi ekki tekist að skora minnst eitt mark í venjulegum leiktíma.

Til gamans má geta að Hummels var einnig besti leikmaður vallarins í 1-0 sigri Dortmund á heimavelli í fyrri undanúrslitaleiknum.

PSG: Donnarumma (6); Hakimi (6), Marquinhos (6), Beraldo (5), Mendes (6); Vitinha (6), Zaire-Emery (5), Ruiz (6); Dembele (5), Ramos (4), Mbappe (5)
Varamenn: Asensio (5), Barcola (6), Lee (5)

Dortmund: Kobel (8); Ryerson (8), Schlotterbeck (9), Hummels (10), Maatsen (8); Sabitzer (8), Can (7), Brandt (7); Sancho (8), Fullkrug (7), Adeyemi (7)
Varamenn: Reus (6), Sule (7), Nmecha (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner