Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 04. desember 2018 12:33
Magnús Már Einarsson
Næsti stjóri Southampton þykir minna á Klopp
Ralph Hasenhuttl.
Ralph Hasenhuttl.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl verður kynntur sem nýr stjóri Southampton í vikunni en hann á að taka við af Mark Hughes og reyna að leiða liðið úr fallbaráttunni.

Sky birtir í dag grein þar sem fjallað er um það hversu svipaður stjóri Hansehuttl og Jurgen Klopp stjóri Liverpool eru.

Hasenhuttl var sjálfur framherji á árum áður en hann lék átta landsleiki með Austurríki. Hann fór síðar út í þjálfun en þjálfaraferillinn fór af alvöru á flug þegar hann tók við Ingolstadt í október 2013.

Hasenhuttl kom Ingolstadt úr botnsætinu í þýsku B-deildinni og á öðru tímabili fór liðið upp í Bundesliguna í fyrsta skipti í sögunni. Flestir bjuggust við falli þar en Hasenhuttl endaði í 11. sæti með liðinu.

Í kjölfarið tók Hasenhuttl við RB Leipzig þar sem liðið endaði í öðru sæti á fyrra tímabili hans við stjórnvölinn þar sem leikmenn eins og Timo Werner og Naby Keita slógu í gegn. Á síðasta tímabili endaði Leipzig í sjötta sæti og Hasenhuttl lét af störfum eftir rifrildi við Ralf Rangnick sem er yfirmaður íþróttamála hjá Leipzig.

Í Þýskalandi hefur Hasenhuttl oft verið líkt við Klopp. Leikstíll þeirra þykir svipaður, Hasenhuttl hefur líkt og Klopp vakið athygli fyrir skemmtileg svör í viðtölum og á fréttamannafundum og þá eru þeir báðir mjög líflegir á hliðarlínunni.

Sjálfur hefur hinn 51 árs gamli Hasenhuttl gaman að samanburiðinum við Klopp.

„Við tókum þjálfarréttindin saman og við þekkjum hvorn annan mjög vel. Við erum með svipað viðhorf til fótboltans. Við viljum spila af mikilli ákefð og láta strákana okkar hlaupa um og pressa vel. Þetta eru þau einkenni sem gera leikinn líflegri og fólk er spennt fyrir," sagði Hasenhuttl.

„Stundum hleyp ég of langt inn á völlinn. En það er einungis undir sérstökum kringumstæðum. Jurgen gerir það líka þegar mörk eru skoruð!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner