Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 19. febrúar 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Capello: Messi er snillingur
Fabio Capello
Fabio Capello
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, segir að Lionel Messi sé eini snillingurinn í knattspyrnuheiminum í dag en lofsamaði einnig Cristiano Ronaldo.

Messi og Ronaldo hafa verið bestu knattspyrnumenn heims síðasta áratuginn eða svo og hafa þeir báðir unnið Ballon'd'Or verðlaunin fimm sinnum en það hefur reynst ádeilumál hvor er betri.

Ítalski þjálfarinn Fabio Capello, sem hefur þjálfað lið á borð við Roma, Juventus, Real Madrid, rússneska landsliðið og það enska, er á því máli að það sé bara einn snillingur.

„Messi er ekki knattspyrnumaður heldur er hann alger snillingur og sá eini í íþróttinni. Hann hefur kannski ekki unnið mikið með Argentínu en það er kannski því hann getur ekki gert hlutina einn," sagði Capello.

„Cristiano hefur tekist að vekja leikmenn Juventus. Koma hans til félagsins hefur bætt aðra leikmenn. Það var mikilvægt fyrir að hann að koma og sýna mönnum hvernig hann hugsar um sig því það var komin þreyta í hópinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner