Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fös 24. apríl 2009 18:21
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Pepe fékk tíu leikja bann
Pepe fer í tíu leikja bann.
Pepe fer í tíu leikja bann.
Mynd: Getty Images
Pepe varnarmaður Real Madrid hefur verið dæmdur í tíu leikja bann fyrir hegðun sína í leik liðsins gegn Getafe í vikunni. Pepe hafði hrint Francisco Casquero og fékk dæmda á sig vítaspyrnu undir lok leiksins sem fór fram á þrðjudag.

Svo sparkaði hann í Casquero og renndi tökkunum yfir bakið á honum áður en hann sló Juan Albin leikmann Getafe.

Pepe fékk beint rautt spjald fyrir framkomuna og hraunaði svo yfir dómarana er hann yfirgaf völlinn.

Þessi 26 ára gamli leikmaður er sagður hafa sagt: ,,Þið eruð allir hórusynir," við fjórða dómarann.

Getafe misnotaði vítaspyrnuna og Real Madrid vann leikinn með marki Hiqueain í uppbótartíma. Pepe sneri svo aftur inn á völlinn til að fagna eftir að flautað var af en það var enn eitt brotið sem hann gerðist sekur um.

Hinn leikur því ekkert meira með liðinu á tímabilinu og missir meðal annars af stórleiknum gegn Barcelona um næstu helgi.

Þó komu líka góð tíðindi fyrir Real Madrid því gula spjaldið sem Gonzalo Higuain fékk í leiknum var afturkallað.

Athugasemdir
banner
banner