Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 01. maí 2020 10:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero: Flestir leikmenn eru hræddir
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero, sóknarmaður Manchester City, segir að meirihluti leikmanna séu hræddir við að snúa aftur of snemma til baka inn á fótboltavöllinn.

Það er áætlað að byrja aftur keppni í ensku úrvalsdeildinni í viku tvö í júní og klára mótið þá seint í júlí. Það verður rætt frekar á fundi síðar í dag, en það þarf ýmislegt að ganga upp svo hægt sé að gera þetta.

Þessi áætlun ber heitið "Project Restart". Enska úrvalsdeildin vonast til þess að byrja aftur að æfa í litlum hópum snemma í maí og svo aftur að fullu í lok maí. Aðeins verður snúið aftur til æfinga ef stjórnvöld samþykkja það.

Hinn 31 árs gamli Aguero hefur dvalið á heimili sínu í Cheshire í útgöngubanninu í Bretlandi, en hann gæti snúið aftur til æfinga á næstu vikum.

„Meirihluti leikmanna eru hræddir vegna þess að eiga fjölskyldur, þeir eiga börn, ungabörn og foreldra," sagði Aguero við El Chiringuito á Spáni.

Richard Garlick, yfirmaður knattspyrnumála hjá ensku úrvalsdeildinni, er búinn að teikna upp plan svo hægt sé að byrja aftur. Í planinu er meðal annars það að prófa alla leikmenn fyrir kórónuveirusmiti 48 klukkustundum áður en æfingar hefjast. Leikmenn verði svo áfram prófaðir að minnsta kosti tvisvar í viku.

Aðrar tillögur fela það meðal annars í sér að sótthreinsa fótbolta og keilur, leikmenn verði alltaf með grímur og að leikmenn og starfsfólk megi ekki hrækja á æfingasvæði.

Sjá einnig:
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa að æfa með grímur
Athugasemdir
banner
banner
banner