Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 01. júlí 2019 08:27
Magnús Már Einarsson
Margir orðaðir við Man Utd - Coutinho aftur til Liverpool?
Powerade
Fer Coutinho aftur til Liverpool?
Fer Coutinho aftur til Liverpool?
Mynd: Getty Images
Wissam Ben Yedder er orðaður við Manchester United.
Wissam Ben Yedder er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Júlí er genginn í garð og það fer að hitna í kolunum á félagaskiptamarkaðinum á Englandi. Hér að neðan má sjá allt það helsta úr slúðurblöðunum í dag.



Liverpool er opið fyrir því að fá Phiippe Coutinho (27) aftur til félagsins en hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá Barcelona. (Mirror)

Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool að fá Marco Asensio (23) í skiptum fyrir Sadio Mane (27). (Express)

Manchester United gæti ennþá haft betur gegn Tottenham í baráttunni um Tanguy Ndombele (22) miðjumann Lyon. Tottenham hefur náð samkomulagi um kaupverð en á eftir að semja við leikmanninn sjálfan. (Mirror)

Manchester United hefur samþykkt nýjan fjögurra ára samning við Marcus Rashford (21) til að koma í veg fyrir að Barcelona kaupi hann. (Telegraph)

Napoli ætlar að reyna að fá Kieran Tierney (22) vinstri bakvörð Celtic en Arsenal hefur verið á eftir honum. (Metro)

Manchester United hefur náð samkomulagi við Wissam Ben Yedder (28) framherja Sevilla en hann gæti komið til félagsins hvort sem Romelu Lukaku (26) fer eða ekki. (Express)

John McGinn (24) miðjumaður Aston Villa er á óskalista Manchester United en félagið gæti þurft að borga 50 milljónir punda fyrir Skotann. (Sun)

Adam Webster (22) varnarmaður Bristol City er á leið til Aston Villa frá Bristol City en laun hans munu fjórfaldast við það. (Star)

Potúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes (24) gæti ennþá gengið í raðir Manchester United frá Sporting Lisabon. (Manchester Evening News)

Armando Izzo (27) varnarmaður Torino fær ekki að yfirgefa félagið í sumar en bæði Arsenal og Everton hafa sýnt honum áhuga. (Calciomercato)

Tottenham ætlar að lána miðjumanninn Jack Clarke (18) aftur til Leeds eftir að félagið gengur frá kaupum á honum. (Guardian)

Leeds hefur áhuga á Felipe Caicedo (30) framherja Lazio. Caicedo lék á sínum tíma með Manchester City. (Star)

Juventus er að íhuga tilboð í Dwight McNeil (19) kantmann Burnley. (Sun)

Juventus ætlar að selja miðjumennina Blaise Matuidi (32) og Sami Khedira (32) í sumar. (Tuttosport)

Bristol City er að kaupa varnarmanninn Tomas Kalas (26) á átta milljónir punda frá Chelsea. (Bristol News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner