Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 03. maí 2022 09:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Íslandsmeistararnir fá bandarískan miðjumann (Staðfest)
Mynd: K-State
Miðjumaðurinn Brookelynn Entz er komin með leikheimild með Íslandsmeistaraliði Vals.

Entz er fædd árið 1998 og gæti verið með Val þegar liðið mætir Þór/KA í 2. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld.

Hún lék með K-State háskólanum í Bandaríkjunum síðustu ár og setti fjöldan allan af metum á tíma sínum þar. Alls eru metin sem hún setti 28 talsins og eru þau allt frá því að hafa skorað flestu mörk í sögu skólans til þess að hafa átt flest skot í sögu annars árs nema í skólanum.

Haustið 2021 skoraði hún tvö mörk í átján leikjum og lagði upp fimm mörk. Alls skoraði hún nítján mörk og lagði upp þrettán í 82 leikjum sem hún tók þátt í á fimm tímabilum með K-State.

Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hóf titilvörnina með 2-0 sigri á Þrótti í fyrstu umferð deildarinnar í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner