Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 03. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Van Dijk: Engin ástæða til að vera með stress
Mynd: EPA
„Auðvitað vilja allir búa til stress og kannski leita að því neikvæða en við ættum ekki að gera það," sagði Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, eftir 4-3 sigurinn gegn Red Bull Salzburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Liverpool komst í 3-0 í fyrri hálfleik en gestirnir náðu að koma til baka og jafna áður en Mohamed Salah skoraði sigurmarkið. Vörn Liverpool leit ekki vel út í leiknum.

„Ég horfi ekki einu sinni á það neikvæða. Við vitum að við getum gert betur en við erum manneskjur og við getum ekki alltaf spilað fullkominn leik. Stundum gerist þetta."

„Við höfum staðið okkur nokkuð vel hingað til á tímabilinu. Við megum ekki gleyma því eftir eitt kvöld þar sem við vorum frekar illa skipulagðir."

„Það er engin ástæða til að vera með stress. Við þurfum bara að slaka á og skoða hvað við getum gert betur."

„Kannski er þetta gott. VIð vitum að við þurfum að bæta okkur og við munum gera það."

„Við munum skoða þetta og síðan eigum við annan erfiðan leik gegn Leicester á laugardag. Við þurfum að vera með sjálfstraust og halda áfram að gera það sem við erum að gera."

Athugasemdir
banner
banner
banner