Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 03. nóvember 2019 20:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kovac rekinn frá Bayern (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýsku meistararnir, Bayern Munchen, eru stjóralausir en félagið rak Niko Kovac fyrir örfáum mínútum.

Kovac hefur eiginlega aldrei verið í náðinni sem stjóri félagsins og fær reglulega að sæta gagnrýni fyrir verk sitt sem stjóri. Dropinn sem fyllti mælinn var 5-1 tap liðsins gegn Eintracht Frankfurt.

Kovac stýrði Bayern í 65 leikjum. Liðið sigraði 45 þeirra og vann þrjá titla undir stjórn Kovac. Króatinn tók við liðinu fyrir rúmu ári síðan.

Max Allegri er sá stjóri sem hvað mest hefur verið orðaður við stöðuna hjá Bayern. Bayern er um þessar mundir í 4. sæti Bundesliga, fjórum stigum á eftir toppliði Gladbach.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner