Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 04. febrúar 2020 09:09
Magnús Már Einarsson
Ísak Bergmann fær hrós frá Hamren - Hafnaði Juventus
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 16 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannsson skoraði í vítaspyrnukeppni þegar IFK Norrköping lagði FC Kaupmannahöfn í æfingaleik í gær.

Leikurinn fór fram í Algarve í Portúgal en Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið á svæðinu undanfarið. Ísak fékk hrós frá Hamren í sænskum fjölmiðlum eftir leik.

„Það er alltaf gaman að heyra svona frá einhverjum sem hefur gert mikið á ferli sínum. Hann hefur staðið sig vel með landsliðið og núna vonumst við eftir að komast á EM. Það er gaman að heyra að Erik Hamren telji að ég sé góður leikmaður. Ég þarf að halda áfram að leggja hart að mér," sagði Ísak við Fotbollskanalen eftir leik.

Ísak kom til Norrköping frá ÍA í fyrravetur og spilaði sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðið sumar. Mörg félög höfðu áhuga á að fá hann í sínar raðir, þar á meðal stórlið Juventus.

„Það voru nokkur stór félög í Evrópu sem höfðu áhuga en enginn af þeim vildi hleypa mér í aðalliðið heldur var það U21 eða U19. Þetta voru Juventus, FC Kaupmannahöfn, Bröndby og Borussia Monchengladbach sem og fleiri félög."

„Þetta var stærsta ástæðan fyrir því að ég valdi Norrköping. Ég tel að maður bæti sig mest sem leikmaður ef maður er í aðalliði."

Athugasemdir
banner
banner
banner