Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 04. febrúar 2021 21:28
Victor Pálsson
Ísak sagður hafa hafnað risatilboði frá Wolves
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves reyndi að fá Ísak Bergmann Jóhannesson í sínar raðir í janúarglugganum.

Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sem er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar og nýtur mikilla vinsælda.

Ísak er aðeins 17 ára gamall en hann leikur reglulega með Norrkoping í sænsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir ungan aldur.

Samkvæmt Hjörvari vildi Ísak spila í eitt ár til viðbótar í Svíþjóð og gæti hann skoðað stöðuna upp á nýtt á næsta ári.

„Það kom alvöru tilboð í hann frá Úlfunum en ég fékk ekki að heyra hversu hátt það var," sagði Hjörvar.

„Norrkoping var tilbúið að selja hann fyrir þessa upphæð en 17 ára guttinn svaraði neitandi."

Ísak þykir gríðarlegt efni en hann hefur verið orðaður við önnur lið eins og Salzburg í Austurríki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner