Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 04. mars 2024 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Ödegaard við Carragher: Ég var of hræddur við að taka upp myndavélina
Martin Ödegaard með myndavélina frægu
Martin Ödegaard með myndavélina frægu
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, var sáttur við frammistöðu sinna manna í 6-0 sigrinum á Sheffield United á Bramall Lane í kvöld, en hann tók ekki myndavélina upp að þessu sinni.

Ödegaard skoraði fyrsta mark leiksins og var útnefndur besti maður leiksins að mati Sky Sports.

Arsenal kláraði heimamenn í byrjun í annars frekar auðveldum og þægilegum sigri.

„Við vitum hvað þetta er erfiður staður til að koma á en við gerðum ótrúlega vel frá fyrstu mínútum. Við tókum stjórnina og vitum hvernig þeir spila. Þeir vilja vera mjög beinskeittir og við þurftum að vera tilbúnir fyrir það.“

„Við vorum í stuði í dag og þegar við fengum boltann þá sköpuðum við mörg færi, gerðum mörkum mörk snemma leiks og héldum áfram. Í heildina var þetta mjög góð frammistaða.“

„Við vildum halda skriðþunganum gangandi. Við höfum átt nokkra góða leiki í röð í deildinni og viljum halda áfram á sömu braut. Við viljum alltaf byrja leikina af krafti, sérstaklega á stöðum eins og þessum þar sem það getur verið snúið ef þú byrjar ekki vel. Við gerðum það í dag og hættum ekki.“


Það var eftirminnilegt atvik þegar Arsenal vann Liverpoo, 3-1, í síðasta mánuði, en þá fögnuðu Arsenal-menn eins og þeir hefðu unnið deildina. Ödegaard gekk svo langt að taka upp myndavél af ljósmyndara.

Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky, var einn af þeim sem gagnrýndu fagnið sem allra mest, en hann velti fyrir sér af hverju hann greip ekki í myndavél í kvöld.

„Ég vissi að þetta kæmi en ég var bara of hræddur við að gera það í dag,“ sagði Ödegaard og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner