Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fim 25. apríl 2024 14:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalskur Þjóðverji til KF (Staðfest)
Mynd: KF

KF hefur nælt í framherjan Jonas Schmalbach en hann er ítalskur og einnig með þýskan ríkisborgararétt.


Hann er fæddur árið 2000 en hann kemur úr bandaríska háskólaboltanum.

Hann var í herbúðum Venezia áður en hann hélt til Bandaríkjanna í skóla.

Þá hefur Anton Karl Sindrason skipt yfir til KF frá HK, Auðun Gauti Auðunsson frá Haukum og Þorgeir Örn Tryggvason frá Samherjum. Anton og Auðun eru fæddir árið 2003 ena Þorger er fæddur árið 1996.

KF leikur í 2. deild í sumar en liðið hefur leik gegn KFG á útivelli þann 4. maí. KF er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir tap gegn Dalvík/Reyni í fyrstu umferð.Athugasemdir
banner
banner