Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   þri 04. september 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Jón Dagur: Það er alltof mikið af peningum þarna
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sá ekki fram á tækifæri hjá Fulham og þurfti að komast eitthvað annað," sagði U21 árs landsliðsmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson við Fótbolta.net í dag en hann gekk í síðustu viku til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Vendsyssel á láni frá Fulham.

Jón Dagur hefur verið hjá Fulham undanfarin tvö ár og síðastliðinn vetur raðaði hann inn mörkum með varaliði félagsins. Hann hefur ekki fengið tækifæri með aðalliðinu og hagur hans vænkaðist ekki í vor þegar liðið fór upp í ensku úrvalsdeildina.

„Það var ekki draumur allra ungra leikmanna að þeir fóru upp. Þeir fengu fullt af peningum og það er kannski ekki raunhæft að fá að byrja ferilinn í ensku úrvalsdeildinni. Ég vissi strax að ég þyrfti að fara á lán."

„Ég var orðinn svolítið þreyttur á þessum varaliðsbolta í lokin og þeir voru sammála mér að ég þyrfti að fara. Þetta var allt gert á jákvæðu nótunum. Ég er sáttur hjá Fulham,"
sagði Jón Dagur sem vildi frekar fara á lán utan Englands heldur en í neðri deildir þar.

„Það er svolítið mikil harka í neðri deildunum og ég vildi spila fótbolta. Þetta var skynsamlegra."

Breytt umhverfi hjá Fulham
Jón Dagur segir að umhverfið hjá Fulham hafi breyst eftir að liðið fór upp í úrvalsdeildina í vor.

„Það er alltof mikið af peningum þarna núna," sagði Jón Dagur brosandi. „Það er hærri standard núna og menn eru aðeins fagmannlegri. Menn passa sig meira hvað þeir segja á æfingasvæðinu og fleira."

Jón Dagur lék sinn fyrsta leik með Vendyssel strax um helgina en hann kom þá inn á gegn AGF.

„Ég bjóst ekki við að koma inn á. Staðan var 1-1 og þeir lágu á okkur. Það var gaman að fá fyrsta leikinn strax og skemmtileg reynsla. Mér líst vel á þetta og sé fram á að fá tækifæri."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner