Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 05. mars 2024 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Meiri þjáning heldur en hamingja
Ancelotti er 64 ára gamall og hefur meðal annars stýrt Juventus, Chelsea, PSG og FC Bayern á mögnuðum þjálfaraferli.
Ancelotti er 64 ára gamall og hefur meðal annars stýrt Juventus, Chelsea, PSG og FC Bayern á mögnuðum þjálfaraferli.
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti er sáttur með gang mála hjá Real Madrid á tímabilinu, þar sem liðið trónir á toppi spænsku deildarinnar og á heimaleik framundan við RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Real vann fyrri leikinn á útivelli með einu marki gegn engu og er því í frábærri stöðu fyrir heimaleikinn.

„Ég elska þetta starf, Real Madrid er fullkomið fótboltafélag. Hér fæ ég að gera það sem ég vil gera en þetta er mjög erfitt og krefjandi starf. Þetta er meiri þjáning heldur en hamingja," segir Ancelotti.

„Þó að maður sigri fótboltaleik þá er alltaf fólk í kringum mann ósátt af einhverjum ástæðum. Kannski er það leikmaður sem fékk ekki að spila eða eitthvað annað, öll svona smáatriði geta haft veruleg áhrif á leikmannahópinn.

„Ég þjáist í hljóði, ég er ekki að deila því með öðrum. Ég deili hamingjunni með hópnum en ekki þjáningunni. Mér líður vel útaf því að ég er hjá frábæru félagi, en í mínu starfi er meiri þjáning heldur en hamingja."

Athugasemdir
banner
banner