Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 12:15
Elvar Geir Magnússon
Heimild: bold 
Frey líður illa vegna stöðu Lyngby - „Hefur verið erfitt að lesa þessar fréttir“
Freyr Alexandersson segir erfitt að lesa fréttir af Lyngby.
Freyr Alexandersson segir erfitt að lesa fréttir af Lyngby.
Mynd: Getty Images
Lyngby hefur verið í frjálsu falli síðan Freyr Alexandersson yfirgaf félagið og tók við Kortrijk í Belgíu. Magne Hoseth sem tók við starfi hans var látinn fara eftir aðeins 50 daga í starfi.

Þá tapaði Lyngby fyrir botnliði Hvidovre um helgina 2-4 eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir.

Freyr segir að það hafi reynst sér erfitt að fylgjast með stöðu mála hjá Lyngby.

„Ég hef fylgst vel með þessu. Það hafa verið margar fréttir frá öllum hliðum og það hefur verið erfitt að lesa þetta. Ég vorkenni öllum í kringum Lyngby; leikmönnunum, starfsmönnunum og Andreas Byder," segir Freyr við bold.

„Þetta hefur ekki þróast eins og ég vonaði þegar ég yfirgaf félagið í janúar. En ég get ekki gert annað en vonast til þess að félagið muni núna taka réttar ákvarðanir. Það þarf að finna einhvern sem hentar félaginu vel og leitt það áfram."

Freyr vildi ekki tjá sig um þá ákvörðun Lyngby að reka Magne Hoseth þar sem hann sé ekki meðvitaður um hvað átti sér stað. Hann talar um David Nielsen, fyrrum stjóra Lyngby, sem góðan kost til að koma liðinu aftur á betra ról.

„Ef hann vill koma aftur til Lyngby þá efast ég ekki um að hann passi vel. David er frábær persóna og allir eru mjög hrifnir af honum í Lyngby," segir Freyr við bold.

Lyngby er í tíunda sæti dönsku deildarinnar, einu stigi frá fallsæti, eftir að hafa verið um miðja deild þegar Freyr lét af störfum.
Athugasemdir
banner
banner