Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
„Verð hissa ef Tan Hag heldur starfinu“
Erik ten Hag í viðtali.
Erik ten Hag í viðtali.
Mynd: Getty Images
Rory Smith blaðamaður New York Times segir að það kæmi sér mjög á óvart ef Erik ten Hag verður áfram stjóri Manchester United á næsta tímabili.

„Það sem horfa á til að mínu mati er hvort Erik ten Hag, sem er að klára sitt annað ár í starfi, hafi komið inn með skýra sýn, sjálfsmynd og leikkerfi sem einkenni? En það virðist ekki vera, þeir eru að rembast við að klára alla leiki. Það er ekki nógu gott fyrir Manchester United," segir Smith.

„Ef þetta væri fyrsta tímabil Ten Hag þá myndi maður fyrirgefa honum og segja að þetta væri verkefni í þróun, ekkert mál. En nú eru að koma tvö ár og það eru engin merki um hvernig Manchester United á að vera. Fyrir utan að þeir eru stundum nokkuð góðir í skyndisóknum."

„Ég kann vel við Ten Hag, ég elskaði hann hjá Ajax og þegar hann var ráðinn taldi ég það í fyrsta sinn í langan tíma þar sem félagið væri að horfa til framtíðar. Núna hinsvegar yrði ég hissa ef hann yrði áfram á næsta tímabili."

Manchester United situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
11 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
12 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner