Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   þri 05. maí 2020 14:32
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Barcelona í sýnatöku
Hér er tveggja metra reglan ekki virt.
Hér er tveggja metra reglan ekki virt.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Barcelona munu fara í sýnatöku á æfingasvæði félagsins á morgun en áætlað er að liðið hefji æfingar að nýju á næstu dögum.

Leikmönnum í La Liga hefur verið leyft að snúa aftur til æfinga í þessari viku en búið er að létta á takmörkunum yfirvalda. Um er að ræða einstaklingsæfingar til að byrja með.

Allir leikmenn þurfa að fara í sýnatöku vegna Covid-19 áður en þeim er hleypt inn á æfingasvæðið.

Vonast er til þess að La Liga fari aftur af stað í júní en ellefu umferðir eru eftir. Barcelona er á toppnum með tveimur stigum meira en Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner