Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 05. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Auddi Blö með 8 af 9 réttum - Hárrétt í Man Utd leiknum
Auðunn Blöndal.
Auðunn Blöndal.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Martial skoraði gegn Bournemouth eins og Auddi spáði.
Martial skoraði gegn Bournemouth eins og Auddi spáði.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal var spámaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni að þessu sinni og hann var ekki langt frá því að vera með fullt hús.

Auðunn var með rétt úrslit í 8 af 9 leikjum sem voru á dagskrá um helgina. Þar á meðal spáði hann hárrétt fyrir um 2-1 sigur sinna manna í Manchester United gegn Bournemouth og var með tvo markaskorara rétta.

„Þetta verður erfiður leikur fyrir mína menn. Bournemouth heitir og United alltaf einhvernveginn að taka eitt skref áfram en svo tvö til baka! En mínir menn hafa þetta 1-2. Martial setur allavega eitt og svo mætti Wilson lúðinn þarna setja fyrir hina, er með hann frammi í Fantasy," sagði Auddi í spá sinni en Martial og Wilson skoruðu báðir í leiknum.

Auddi var einnig með hárrétt úrslit í leik Cardiff og Leicester en síðarnefnda liðið vann 1-0. Eini leikurinn sem klikkaði var sigur West Ham á Burnley en þar var Auddi með jafntefli. Jafnt var í þeim leik fram á 84. mínútu.

Leikir helgarinnar
Bournemouth 1 - 2 Manchester United (Spá Audda 1-2)
Everton 3 - 1 Brighton (Spá Audda 2-0)
Cardiff 0 - 1 Leicester (Spá Audda 0-1)
Newcastle 1 - 0 Watford (Spá Audda 2-1)
West Ham 4 - 2 Burnley (Spá Audda 1-1)
Arsenal 1 - 1 Liverpool (Spá Audda 2-2)
Wolves 2 - 3 Tottenham (Spá Audda 0-1)
Manchester City 6 - 1 Southampton (Spá Audda 3-0)
Chelsea 3 - 1 Crystal Palace (Spá Audda 2-0)

Í kvöld fer fram síðasti leikurinn í 11. umferðinni en þar mætast Huddersfield og Fulham. Hér er spá Audda fyrir þann leik.

Huddersfield 1 - 1 Fulham
Held að ég sé einmitt að afþýða hakk þegar að þessi leikur er sýndur. Gæti ekki verið meira sama, en skjótum á 1-1.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner