Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Blackstenius skoraði þrennu er Arsenal komst í úrslit deildabikarsins
Mynd: Getty Images
Sænska landsliðskonan Stina Blackstenius skoraði þrennu í 4-0 sigri Arsenal á Aston Villa í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Arsenal skoraði öll fjögur mörkin í fyrri hálfleiknum. Blackstenius skoraði tvö mörk á tveimur mínútum snemma leiks áður en Frida Maanum gerði þriðja markið á 18. mínútu.

Blackstenius fullkomnaði þrennu sína undir lok fyrri hálfleiksins og voru þá vonir Villa úti.

Arsenal mun mæta Chelsea eða Manchester City í úrslitum en þau spila annað kvöld.

Arsenal hefur unnið bikarinn oftast allra liða eða sex sinnum, en Man City kemur næst með fjóra titla.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner