Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nikola Dejan Djuric í Hvíta riddarann (Staðfest)
Nikola í leik með Haukum.
Nikola í leik með Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Nikola Dejan Djuric hefur fengið félagaskipti frá Þrótti Vogum í Hvíta riddarann.

Nikola, sem er fæddur árið 2001, spilaði með Haukum í 2. deild á láni í fyrra og skoraði þá eitt mark í 16 leikjum. Hann spilaði árið áður 18 leiki í Lengjudeildinni með Þrótti.

Nikola skoraði 12 mörk í 39 leikjum með KV og Haukum í 2. deild árin 2020 og 2021 en er núna farinn í Hvíta riddarann.

Hvíti riddarinn leikur í 3. deild en liðið gerði vel í að halda sér í deildinni í fyrra eftir harða fallbaráttu.

Nikola er eldri bróður Danijel Dejan, leikmanns Víkings.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner