Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 07. febrúar 2019 17:30
Fótbolti.net
Ísak 15 ára í liði Norrköping - „Finnst hann vera nýhættur með snuð"
Ísak í leik með Norrköping.
Ísak í leik með Norrköping.
Mynd: Norrköping
Hinn 15 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði í gær sinn fyrsta leik með aðalliði Norrköping en hann spilaði 90 mínútur í 1-1 jafntefli gegn SC Farense á æfingamóti í Portúgal.

Ísak varð í fyrra yngsti meistaraflokksmaður í sögu ÍA en Norrköping keypti hann undir lok síðasta árs. Ísak þykir vera gífurlegt efni en faðir hans er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari ÍA.

Þórður Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður og bróðir Jóhannesar Karls, tjáði sig um yngri frænda sinn Ísak í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

„Ísak spilaði 90 mínútur í gær og stóð sig nokkuð vel. Þetta er algjört djók. Mér finnst hann vera nýhættur með snuð," sagði Þórður í Miðjunni í dag.

Lúðvík Arnarson, fyrrum varaformaður knattspyrnudeildar FH, tjáði sig einnig um Ísak. „Þetta er magnað. Hann er ekki tröll að burðum eða búinn að taka út allan líkamlegan þroska. Það gerir þetta ennþá sérstakara," sagði Lúðvík.


Smelltu hér til að hlusta umræðuna í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner