Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Borussia Dortmund verður með á HM félagsliða á næsta ári
Borussia Dortmund spilar á HM félagsliða á næsta ári
Borussia Dortmund spilar á HM félagsliða á næsta ári
Mynd: EPA
Leipzig á ekki lengur möguleika á að komast á mótið
Leipzig á ekki lengur möguleika á að komast á mótið
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Borussia Dortmund hefur tryggt farseðilinn á HM félagsliða 2025.

RB Leipzig datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær og eru það úrslit sem Dortmund-menn gátu fagnað.

Ástæðan er sú að Dortmund verður áfram fyrir ofan Leipzig á stigalista UEFA, þar sem tekið er á mark á árangri síðustu fjögurra ára.

Þar sem Leipzig datt út er ljóst að Dortmund verður áfram fyrir ofan liðið og hefur því formlega tryggt sæti sitt á næsta HM félagsliða, en Dortmund og Bayern München verða fulltrúar Þýskalands.

Ásamt Bayern og Dortmund eru Benfica, Chelsea, Inter, Manchester CIty, Porto og Real Madrid komin inn í keppnina, en þrjú sæti eru enn óráðin. Sigurvegari Meistaradeildarinnar mun fá þátttöku á mótinu og þá bætast við lið frá Ítalíu og Spáni.

Einnig eru nokkur sæti óráðin í öðrum heimsálfum, en þau sem eru komin áfram eru Al-Hilal, Urawa Red Diamonds, Al-Ahly, Wydad, Monterrey, Leon, Seattle Sounders, Flamengo, Fluminense, Palmeiras og Auckland City.

Alls munu 32 lið taka þátt í keppninni sem fer fram sumarið 2025.


Athugasemdir
banner
banner