Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 07. mars 2024 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Jökull í Þór (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Þór
Jón Jökull Hjaltason er búinn að gera tveggja ára samning við Þór eftir að hafa spilað með ÍBV og KFS í fyrra.

Hann er fæddur 2001 og ólst upp hjá AGF Århus í Danmörku, auk þess að spila fyrir 4. flokk og 2. flokk ÍBV.

Jón Jökull er fjölhæfur miðjumaður með 46 leiki að baki í íslenska boltanum. Flestir þeirra komu í Lengjudeildinni, eða 27 talsins.

Jón æfði með Þórsliðinu fyrir áramót en er nú fluttur til Akureyrar og verður klár í slaginn þegar Þór tekur á móti Fjölni í Lengjubikarnum í Boganum á sunnudaginn.

Þór endaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, átta stigum frá umspilssæti fyrir Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner