Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 23:19
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Reynir vann botnslaginn í Hafnarfirði
Mynd: Facebook
ÍH 2 - 4 Reynir S.
0-1 Sindri Lars Ómarsson ('45+5 )
1-1 Brynjar Jónasson ('59 )
1-2 Bergþór Ingi Smárason ('71 )
1-3 Sindri Þór Guðmundsson ('79 )
2-3 Gunnar Óli Björgvinsson ('86 )
2-4 Maoudo Diallo Ba ('93 )

ÍH og Reynir Sandgerði áttust við í riðlakeppni B-deildar Lengjubikarsins í kvöld og var staðan markalaus þar til undir lok fyrri hálfleiks, þegar Sindri Lars Ómarsson tók forystuna fyrir gestina frá Sandgerði með marki seint í uppbótartímanum.

Brynjar Jónasson jafnaði fyrir heimamenn í Skessunni en Bergþór Ingi Smárason og Sindri Þór Guðmundsson komu Reyni í tveggja marka forystu fyrir lokakaflann.

Það var mikil spenna undir lokin eftir að Gunnar Óli Björgvinsson minnkaði muninn niður í eitt mark, en það dugði ekki til. Maoudo Ba innsiglaði sigur gestanna með marki á 93. mínútu.

Reynir vann því botnslag riðilsins og er með þrjú stig eftir þrjár umferðir, á meðan ÍH er án stiga.

Haukar og Selfoss áttust við í toppslag riðilsins fyrr í kvöld en hvorki úrslit né markaskorarar hafa borist.
Athugasemdir
banner