Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. mars 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
Nöfn orðuð við stjórastarf Man Utd - Barcelona hefur áhuga á Arteta
Powerade
Frank er sagður á blaði hjá Manchester United.
Frank er sagður á blaði hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur áhuga á Arteta.
Barcelona hefur áhuga á Arteta.
Mynd: Getty Images
Liverpool, Borussia Dortmund og Paris St-Germain hafa áhuga á argentínska miðjumanninum Alan Varela.
Liverpool, Borussia Dortmund og Paris St-Germain hafa áhuga á argentínska miðjumanninum Alan Varela.
Mynd: Getty Images
Reus til West Ham?
Reus til West Ham?
Mynd: EPA
Southgate, Arteta, Kimmich, De Zerbi, Alonso, Varela, Joelinton. Velkomin með okkur í slúðurheima.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal möguleika sem Manchester United skoðar ef ákveðið verður að skipta Erik ten Hag út eftir tímabilið. (ESPN)

Barcelona hefur áfram áhuga á að ráða Mikel Arteta stjóra Arsenal í stað Xavi sem lætur af störfum eftir tímabilið. Börsungar gera sér þó grein fyrir því að það verður erfitt að ráða hann. (Relevo)

Liverpool, Arsenal og Manchester City keppast um að fá Joshua Kimmich (29), miðjumann Bayern München. Þýski landsliðsmaðurinn hyggst yfirgefa Bæjaraland í sumar. (Express)

Það félag sem hyggst ráða Roberto De Zerbi í sumar þarf að borga Brighton yfir 12 milljónir punda í bætur. Ítalinn hefur verið orðaður við Barcelona, Liverpool og Manchester United. (Mirror)

Spænski varnarmaðurinn Marc Cucurella (25) verður væntanlega einn af mörgum sem Chelsea selur í sumar. (Football Insider)

Bayern München er á undan Liverpool í kapphlaupinu um Xabi Alonso, ef spænski stjórinn hyggst yfirgefa Bayer Leverkusen í sumar. (Telegraph)

Joao Cancelo bakvörður Manchester City og portúgalska landsliðsins vill framlengja dvöl sína hjá Barcelona, þar sem hann er á láni. (Sky Sports)

Liverpool hefur áhuga á að ráða Richard Hughes (44) sem íþróttastjóra eftir að hann staðfesti að hann muni hætta störfum fyrir Bournemouth eftir tímabilið. (Times)

Meiri líkur eru á því að Hughes taki til starfa hjá Newcastle. Liverpool gæti þá horft til Frederic Massara sem var yfirmaður fótboltamála hjá AC Milan eða Florent Ghisolfi íþróttastjóra Nice. (Independent)

Liverpool, Borussia Dortmund og Paris St-Germain hafa áhuga á argentínska miðjumanninum Alan Varela (22) en þyrfti að borga Porto 60 milljóna punda riftunarákvæði. (Foot Mercato)

Brasilíski miðjumaðurinn Joelinton (27) vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni ef hann nær ekki samkomulagi við Newcastle um að framlengja samning sinn, sem gildir nú til 2025. (Football Insider)

Chelsea hefur áhuga á vængmanninum Nico Williams (21) hjá Athletic Bilbao. Spænski framherjinn er með riftunarákvæði sem þýðir að hann er falur fyrir 43 milljónir punda í sumar. (Telegraph)

Williams er einnig á blaði hjá Arsenal sem hefur líka áhuga á portúgalska vængmanninum Pedro Neto (23) hjá Wolves og enska sóknarmanninum Ivan Toney (27) hjá Brentford. (Evening Standard)

West Ham hefur verið boðið möguleiki á að fá Marco Reus (34) frá Borussia Dortmund þegar samningur hans rennur út í sumar. (Football Insider)

Jordan Henderson (33) miðjumaður Ajax sér ekki eftir því að hafa yfirgefið Liverpool og segir það hafa verið bestu niðurstöðuna fyrir alla aðila. (Guardian)

Leicester City gæti neyðst til að selja nokkra af sínum helstu leikmönnum til að forðast það að brjóta fjárhagsreglur, jafnvel þó liðið fari upp í úrvalsdeildina. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner