Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 07. mars 2024 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Jafnt hjá Ajax og Villa - Þægilegt fyrir Lille
Kristian Hlynsson.
Kristian Hlynsson.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem tók á móti Aston Villa í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í dag.

Leikurinn var afar bragðdaufur þar sem hvorugt lið gaf mikið af færum á sér. Sóknarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og urðu lokatölur 0-0. Ezri Konsa fékk seinna gula spjaldið sitt á 83. mínútu, skömmu áður en Tristan Gooijer gerði slíkt hið sama og kláruðu liðin viðureignina því með tíu leikmönnum gegn tíu.

Kristian byrjaði í sóknarlínu Ajax og var Jordan Henderson á miðjunni, með Brian Brobbey í fremstu víglínu. Unai Emery tefldi fram sterku byrjunarliði Aston Villa, þar sem Ollie Watkins leiddi sóknarlínuna með Youri Tielemans, Douglas Luiz og Moussa Diaby meðal byrjunarliðsmanna. Hann gaf þó hinum efnilegu Tim Iroegbunam og Morgan Rogers tækifæri í byrjunarliðinu.

Seinni leikurinn á Villa Park verður afar spennandi þar sem Kristian og félagar þurfa að eiga draumaleik til að komast áfram í næstu umferð.

Hákon Arnar Haraldsson spilaði þá fyrstu 64 mínúturnar í góðum sigri Lille á útivelli gegn Sturm Graz. Staðan var 0-2 þegar Hákoni var skipt útaf fyrir Remy Cabella. Íslenski landsliðsmaðurinn var líflegur og komst gríðarlega nálægt því að skora.

Jonathan David skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en honum var skipt af velli á sama tíma og Hákoni, en lokatölur urðu 0-3.

Molde vann þá frækinn sigur á heimavelli gegn Club Brugge á meðan Maccabi Tel Aviv kom á óvart og vann stórsigur gegn Olympiakos í Grikklandi.

Ajax 0 - 0 Aston Villa
Rautt spjald: ,Ezri Konsa, Aston Villa ('83)
Rautt spjald: Tristan Gooijer, Ajax ('86)

Molde 2 - 1 Club Brugge
1-0 Halldor Stenevik ('43 )
1-1 Maxim De Cuyper ('84 , víti)
2-1 Fredrik Gulbrandsen ('90 )

Sturm 0 - 3 Lille
0-1 Jonathan David ('28 )
0-2 Jonathan David ('51 )
0-3 Edon Zhegrova ('71 )

Olympiakos 1 - 4 Maccabi Tel Aviv
0-1 Eran Zahavi ('4 )
0-2 Ido Shahar ('9 )
1-2 Ayoub El Kaabi ('13 )
1-3 Eran Zahavi ('30 )
1-4 Dor Peretz ('74 )

Athugasemdir
banner