Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 07. mars 2024 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaina Ashouri úr FH í Víking (Staðfest)
Shaina hér fyrir miðju.
Shaina hér fyrir miðju.
Mynd: Víkingur R.
Það voru að eiga sér stað óvænt félagaskipti í Bestu deild kvenna því Shaina Ashouri hefur yfirgefið herbúðir FH og er gengin í raðir bikarmeistara Víkings.

Shaina var lykilmaður í liði FH sem kom mjög á óvart í Bestu deildinni á síðasta tímabili.

Hún hefur leikið hér á landi síðan árið 2021, bæði með Þór/KA og síðar FH. Í fyrra lék hún 27 leiki með FH í Bestu deild kvenna og skoraði í þeim átta mörk, sem gerði hana að markahærri leikmönnum deildarinnar. Alls hefur Shaina spilað 49 leiki hér á landi og skorað í þeim 23 mörk.

„Shaina er öflugur sóknarmaður sem mun vafalítið styrkja Víkings liðið í þeirra baráttu sem framundan er í Bestu deildinni. Knattspyrnudeild Víkings býður hana velkomna til leiks og við hlökkum til að sjá hana í Víkings búningnum í sumar," segir í tilkynningu Víkinga.
Athugasemdir
banner
banner
banner