Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 07. ágúst 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferdinand um Rooney: Hann vill stýra United
Rio Ferdinand og Wayne Rooney.
Rio Ferdinand og Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að Wayne Rooney setji stefnuna á það að stýra Manchester United í framtíðinni.

Rooney mun í janúar ganga til liðs við Derby County í ensku Championship-deildinni. Hinn 33 ára gamli Rooney mun spila með liðinu sem leikmaður og einnig vera í þjálfarateyminu.

Hann mun þannig leggja grunninn að framtíð sinni í þjálfun.

Ferdinand, sem lék með Rooney hjá Manchester United á sínum tíma, telur sig vita hvað draumastarf Rooney er í þjálfun.

„Hann vill enda á því að stýra Manchester United, 100%. Það er staðreynd," sagði Ferdinand við BT Sport. „Ef hann segir eitthvað annað, þá er hann að ljúga."

Rooney er bæði markahæstur í sögu Manchester United og enska landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner