Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 08. mars 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tveir Spánverjar ganga til liðs við Völsung (Staðfest)
Mynd: Völsungur
Völsungur forðaðist fall úr 2. deild karla í fyrra og spilar því aftur í deildinni í ár.

Húsvíkingar eru að styrkja leikmannahópinn sinn fyrir komandi átök og hafa bætt tveimur Spánverjum við.

Annar þeirra þekkir til á Íslandi eftir að hafa spilað með Leikni F. og KFA síðustu þrjú ár. Hann heitir Inigo Albizuri Arruti, betur þekktur sem Albi, og er 30 ára gamall miðvörður.

Hinn er að koma til Íslands í fyrsta sinn og heitir Xabier Cardenas, kallaður Xabi. Hann er 26 ára miðjumaður og er með reynslu úr utandeildum spænska boltans.

Spánverjarnir skrifa undir samninga sem gilda út tímabilið og koma með reynslu inn í ungt lið Völsunga.
Athugasemdir
banner