Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 08. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Davíð Örvar tekur við ÍH (Staðfest)
Mynd: ÍH
Davíð Örvar Ólafsson er nýr þjálfari ÍH í 3. deild karla en hann stýrði sínum fyrsta leik í gær.

Davíð er fæddur árið 1977 og hefur lengi vel þjálfað yngri flokka FH ásamt því að þjálfa meistaraflokk Einherja í nokkur ár fyrir rúmum áratug.

Hann er nú tekinn við keflinu hjá ÍH og mun stýra liðinu í sumar en hann stýrði sínum fyrsta leik í gær er liðið tapaði fyrir KFS, 2-1.

Davíð er sonur Ólafs Jóhannessonar, þjálfara FH, og lék meðal annars undir hans stjórn er liðið spilaði í SJóvá Almenna-deildinni árið 1995.

Davíð þótti mikið efni á tíunda áratugnum en ásamt því að eiga 134 leiki að baki fyrir FH og Einherja, lék hann sjö landsleiki fyrir U21 árs landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner