Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 08. júlí 2018 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harry Maguire búinn að vinna flesta skallabolta á HM
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Harry Maguire er að slá í gegn í Rússlandi ásamt liðsfélögum sínum í enska landsliðinu.

Maguire er búinn að standa vaktina í vörn Englands á mótinu. England tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum á HM í fyrsta sinn í 28 ár, Englendingar voru síðast í undanúrslitum árið 1990.

Maguire skoraði fyrra mark Englands í 2-0 sigri á Svíþjóð í gær.

Mark þessa sterka varnarmanns Leicester kom með skalla en hann er sá varnarmaður á HM sem er búinn að vinna flesta skallabolta; 33 talsins. Hann er gífurlega sterkur í loftinu.

Maguire klúbburinn á Íslandi
Maguire er vinsæll hjá stuðningsmönnum enska landsliðsins en hann er líka vinsæll hér á landi.

Daníel Geir Moritz, umsjónarmaður Innkastsins á Fótbolta.net, er líklega stuðningsmaður númer eitt eins og sjá má hér að neðan.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner