Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 11. febrúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brewster: Ég stend í þakkarskuld við Liverpool
Brewster á framtíðina fyrir sér.
Brewster á framtíðina fyrir sér.
Mynd: Getty Images
Rhian Brewster, 18 ára sóknarmaður Liverpool, er staðráðinn í því að sanna sig fyrir Jürgen Klopp eftir að hafa verið frá í rúmt ár vegna meiðsla.

Brewster er mikils metinn hjá Liverpool og skrifaði undir fimm ára samning við félagið síðasta sumar. Hann og Klopp eiga mjög gott samband og hefur þýski stjórinn lofað framherjanum plássi í leikmannahópi Liverpool.

„Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir mig, ég óska engum þess að vera svona lengi frá vegna meiðsla. Núna er ég loksins kominn aftur í gang og ætla að gera mitt besta til að komast í aðalliðið," sagði Brewster.

„Það hefði verið auðvelt fyrir félagið að senda mig í endurhæfingu hjá unglingaliðinu en stjórinn talaði við mig og sagði að ég væri í áformum hans með aðalliðinu. Þess vegna fór ég í endurhæfingu hjá aðalliðinu og er óendanlega þakklátur.

„Ástin sem ég hef fundið fyrir meðan ég er meiddur er ómetanleg. Ekki bara hjá stjóranum heldur líka starfsmönnum og samherjum. Ég stend í þakkarskuld við Liverpool og get ekki beðið eftir að skora mörk fyrir félagið."


Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000 og þykir gífurlega efnilegur, enda hefur hann skorað 24 mörk í 27 leikjum með yngri landsliðum Englands.

„Ég vil sanna fyrir öllum að það er ástæða fyrir því að stjórinn hefur haft trú á mér í gegnum meiðslin. Ég vil sanna að ég er nógu góður fyrir aðalliðið."

Nokkuð ljóst er að það verður erfitt fyrir Brewster að komast inn í byrjunarlið Liverpool þar sem sóknarmenn á borð við Daniel Sturridge og Divock Origi komast aðeins á bekkinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner