Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   mán 11. mars 2019 17:34
Elvar Geir Magnússon
Zidane orðinn þjálfari Real Madrid á ný (Staðfest)
Undir stjórn Zidane vann Real Madrid gullið í Meistaradeildinni þrjú tímabil í röð og varð spænskur meistari 2017.
Undir stjórn Zidane vann Real Madrid gullið í Meistaradeildinni þrjú tímabil í röð og varð spænskur meistari 2017.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að Santiago Solari hafi verið rekinn. Zinedine Zidane snýr aftur til Madrídarliðsins og semur til sumarsins 2022.

Zidane mun í kvöld sitja fyrir svörum á fréttamannafundi.

Frakkinn lét af störfum eftir síðasta tímabil en Julen Lopetegui var ráðinn í hans stað. Lopetegui entist ekki lengi og var Santiago Solari ráðinn.

Ekki gekk Solari að rétta skútuna við en Real Madrid er dottið úr möguleika á spænska meistaratitilinum og er úr leik í bikarnum og Meistaradeildinni.

Búast má við miklum breytingum hjá Real Madrid í sumar og mun Zidane leiða þær breytingar. Hann á að byggja upp nýtt lið sem getur strax aftur farið að berjast um stærstu titlana.

Endurkoma Zidane vekur mikla athygli en undir stjórn hans vann Real Madrid gullið í Meistaradeildinni þrjú tímabil í röð og varð spænskur meistari 2017.




Athugasemdir
banner