Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 11. ágúst 2019 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið HK og KR: Birnir og Finnur Orri byrja
Birnir Snær byrjar.
Birnir Snær byrjar.
Mynd: HK
Finnur Orri byrjar.
Finnur Orri byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 16:00 tekur HK á móti KR í Pepsi Max-deild karla. Byrjunarliðin hafa skilað sér.

Nýliðar HK hafa verið á góðu skriði að undanförnu og eru í sjöunda sæti með 21 stig. KR hefur auðvitað verið á enn betra skriði og er á toppnum með 36 stig.

Birnir Snær Ingason kemur inn í byrjunarlið HK fyrir Atla Arnarson. Björn Berg Bryde er meiddur og kemur Alexander Freyr Sindrason, lánsmaður frá Haukum, inn í liðið.

KR vann 5-2 sigur á Grindavík í síðasta leik og frá þeim leik koma Skúli Jón Friðgeirsson, Finnur Orri Margeirsson og Tobias Thomsen inn fyrir Arnþór Inga Kristinsson, Arnór Svein Aðalsteinsson og Pablo Punyed.

Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
3. Hörður Árnason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. Ásgeir Marteinsson
10. Bjarni Gunnarsson
20. Birnir Snær Ingason
22. Arnþór Ari Atlason
26. Alexander Freyr Sindrason
29. Valgeir Valgeirsson

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
19. Kristinn Jónsson
20. Tobias Thomsen
21. Kristján Flóki Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason

Beinar textalýsingar:
16:00 Víkingur - ÍBV
16:00 KA - Stjarnan
16:00 HK - KR
16:00 ÍA - Breiðablik
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner