Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 11. nóvember 2018 17:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Fyrsta mark Arnórs í úrvalsdeildinni
Arnór er búinn að opna markareiking sinn í rússnesku úrvalsdeildinni.
Arnór er búinn að opna markareiking sinn í rússnesku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson fagnaði sæti í A-landsliðinu með því að skora sitt fyrsta mark í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hann skoraði annað mark CSKA Moskvu í frábærum 2-0 sigri gegn toppliðinu Zenit St. Pétursborg.

Arnór er búinn að eiga magnaðar vikur. Hann skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni í liðinni viku og í dag skoraði hann sitt fyrsta mark í rússnesku úrvalsdeildinni. Í millitíðinni var hann valinn í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið.

Arnór er aðeins 19 ára gamall. Hann hefur með ótrúlegum hraða skotist upp á stjörnuhimininn.

Arnór og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu báðir allan leikinn fyrir CSKA Moskvu í dag.

CSKA er komið upp fyrir Íslendingalið Rostov í fjórða sæti deildarinnar. Zenit er áfram á toppnum. Það munar átta stigum á CSKA og Zenit.

Jón Guðni Fjóluson var allan tímann á varamannabekknum hjá Krasnodar í 3-0 sigri gegn Yenisey fyrr í dag. Krasnodar er í öðru sæti með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner