Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 14. janúar 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham við Real Madrid: 350 milljónir fyrir Kane
Mynd: Getty Images
„Tottenham leikmaðurinn Harry Kane er nían sem Real Madrid vill fá fyrir næsta tímabil," svona hefst grein spænska blaðsins AS um áhuga Real Madrid á Kane, fyrirliða enska landsliðsins.

Kane verður 26 ára í lok júlí og Madrídarstórveldið lítur svo á að hann sé besti kosturinn fyrir félagið fyrir framherjastöðuna. Hann sé betri kostur en bæði Robert Lewandowski (30), sóknarmaður Bayern og Edinson Cavani (31) hjá PSG.

AS segir frá því að Real hafi sett sig í samband við Tottenham fyrir jól til þess að ræða um Kane.

Real vildi fá verðmiða á enska sóknarmanninum, en svarið frá Tottenham var víst 350 milljónir evra. Það myndi gera Kane að langdýrasta leikmanni sögunnar. Neymar er núna dýrastur en hann kostaði PSG 222 milljónir evra.

Það verða líklega gerðar stórar breytingar hjá Real Madrid fyrir næsta tímabil. Félagið þarf klárlega á markaskorara að halda eftir að hafa misst Cristiano Ronaldo síðasta sumar.

Lionel Messi og Luis Suarez hafa skorað 28 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, meira en allt Real Madrid liðið til samans. Real hefur skorað 26 mörk.

Kane fór meiddur af velli í gær þegar Tottenham tapaði fyrir Man Utd. Vonandi fyrir Spurs er það ekki alvarlegt.

Sjá einnig:
Krísa í Madríd - Vildi halda Ronaldo og selja Bale
Athugasemdir
banner
banner
banner