Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 14. mars 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Myndi elska að sjá hann stýra Liverpool"
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: EPA
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Mynd: Getty Images
Það er mikið rætt og skrifað um það hver verður næsti stjóri Liverpool þar sem Jurgen Klopp mun hætta með liðið í sumar.

Xabi Alonso er líklegastur til að taka við liðinu en hann er eftirsóttur og hefur einnig verið orðaður við Bayern München og Barcelona.

Harry Redknapp, sem stýrði Tottenham og fleiri liðum í ensku úrvalsdeildinni, væri til í að sjá Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool, taka við starfinu.

„Fólk heldur kannski að ég sé búinn að missa vitið en ég myndi gefa Steven Gerrard starfið. Ég veit að fólk talar um að honum hafi gengið illa hjá Aston Villa, en hann er Liverpool maður og var ótrúlegur leikmaður fyrir félagið," segir Redknapp.

„Hann er með mikla ástríðu fyrir leiknum. Ég fylgdist vel með honum hjá Rangers og hélt alltaf þá að hann myndi fara á toppinn. Ég myndi elska að sjá hann stýra Liverpool."

Fyrir nokkrum árum síðan þótti það svo gott sem bókað að Gerrard yrði næsti stjóri Liverpool á eftir Klopp. Nú er sú tilhugsun nánast hlægileg en þó kannski ekki alveg útilokuð. Eftir að hafa mistekist hrapalega með Aston Villa þá ákvað þessi fyrrum fyrirliði Liverpool að skella sér til Sádi-Arabíu þar sem hann tók við Al-Ettifaq. Þar hefur ekki gengið sérlega vel heldur en það verður fróðlegt að sjá hvað Liverpool gerir ef Alonso tekur við einhverju öðru liði.
Athugasemdir
banner
banner