Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 14. október 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sigurður Elíasson ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar V. (Staðfest)
Þróttur Vogum er kominn með nýjan aðstoðarþjálfara.
Þróttur Vogum er kominn með nýjan aðstoðarþjálfara.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þróttur Vogum hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að félagið hafi ráðið Sigurð Elíasson sem nýjan aðstoðarþjálfar félagsins.

Tilkynning Þróttar V

Með stolti og ánægju getur Þróttur v. tilkynnt ráðningu Sigurðar í þjálfarateymi meistaraflokks Þróttar V. Sigurður Elíasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks hjá Þrótti Vogum og verður Úlfi Blandon innan handar hjá Suðurnesjaliðinu.

Sigurður hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Víði Garði undanfarin ár. Sigurður sem er þrítugur að aldri og er í sambúð með Lovísu Ragnarsdóttur og saman eiga þau tvö börn. Sigurður spilaði á sínum leikmannaferli með Víði Garði og var fyrirliði liðsins. Velkominn í Þróttara-fjölskylduna.
Athugasemdir
banner
banner
banner