Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Azpilicueta búinn að framlengja - Savic og Koke næstir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
César Azpilicueta er búinn að framlengja samninginn sinn við Atlético Madrid um eitt ár og er því samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð.

Azpilicueta verður 35 ára í ágúst en hann hefur komið sterkur inn í leikmannahópinn hjá Atlético eftir félagsskipti síjn frá Chelsea.

Stefan Savic er einnig að skrifa undir nýjan samning við félagið sem gildir til sumarsins 2026. Savic er 33 ára gamall miðvörður sem var í lykilhlutverki er Atletico sló Inter úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dögunum.

Savic á 289 leiki að baki fyrir Atlético, sem eru tæplega helmingi færri leikir heldur en Koke hefur spilað fyrir félagið.

Miðjumaðurinn Koke er 32 ára gamall og rennur út á samningi næsta sumar, en viðræður við Atletico eru komnar langt á veg.

Koke er uppalinn hjá Atlético og á 628 leiki fyrir meistaraflokk, auk þess að eiga 70 landsleiki að baki fyrir Spán.

Atletico er í harðri baráttu um meistaradeildarsæti, liðið situr í fjórða sæti spænsku deildarinnar með 55 stig eftir 28 umferðir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Girona 33 22 5 6 68 40 +28 71
3 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 33 10 7 16 30 40 -10 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner
banner