Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. mars 2024 14:11
Elvar Geir Magnússon
Þrír snúa aftur hjá Man Utd fyrir leikinn gegn Liverpool
Rasmus Höjlund snýr aftur.
Rasmus Höjlund snýr aftur.
Mynd: EPA
Á sunnudaginn mætast Manchester United og Liverpool í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Erik ten Hag sagði á fréttamannafundi í dag að þrír leikmenn United sem hafa verið á meiðslalistanum snúi að öllum líkindum aftur fyrir þann leik.

Það eru miðvörðurinn Harry Maguire, bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka og sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund.

„Allir þessir þrír leikmenn eru farnir að æfa á ný. Þeir æfðu allir í dag. Ég held að þeir verði klárir. Það er ein æfing á morgun, sjáum hvernig þeir verða eftir hana en þetta lítur vel út," segir Ten Hag.

Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 15:30 á sunnudaginn á Old Trafford.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner