Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 15. júní 2020 09:34
Fótbolti.net
„Grótta fer aldrei yfir tug stiga"
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Gróttu átti stórleik í gær.
Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Gróttu átti stórleik í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hugsa að Grótta fái 6-8 stig. Þeir fara aldrei yfir tug stiga," sagði Gunnar Birgisson um Gróttu í Innkastinu í gær eftir að nýliðarnir töpuðu 3-0 gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

„Þeir fóru upp um tvær deildir með ákveðið identity. Þú ert nánast með sömu leikmenn og komu liðinu upp. Mér finnst mjög skrýtið að fara þá í hátt og langt," sagði Gunnar.

„Ég velti því fyrir mér hvað planið er hjá Gróttu, sérstaklega á móti sterkari liðunum. Hvað átti Hákon Rafn (Valdimarsson) margar sendingar sem voru styttri en tíu metrar? Það hefur verið mikið talað um hvað hann er frábær í fótunum. Auðvitað kemur þarna nýr þjálfari en maður hefði haldið að það væri einhver beinagrind í þessu."

Grótta mætir Val á heimavelli á laugardaginn en í kjölfarið eru leikir gegn Fylki, HK og Fjölni.

„Ég held að Grótta fari yfir tíu stig. Þeir eiga eftir að sækja stig á heimavelli á móti liðunum sem er spáð í neðri hlutanum," sagði Magnús Már Einarsson.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Mikill gæðamunur og meiðslahrina
Athugasemdir
banner
banner
banner