Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 19. mars 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Í annað skipti sem Jóni Degi var fórnað - „Skelfilegt og mjög pirrandi"
Lét vera að brjóta bekkinn í þetta skiptið
Við erum í flottum málum fyrir hana og framhaldið verður skemmtilegt
Við erum í flottum málum fyrir hana og framhaldið verður skemmtilegt
Mynd: Getty Images
 Erum búnir að tryggja okkur í undanúrslit í bikar og erum ofarlega í deildinni fyrir síðasta leikinn á sunnudaginn
Erum búnir að tryggja okkur í undanúrslit í bikar og erum ofarlega í deildinni fyrir síðasta leikinn á sunnudaginn
Mynd: Getty Images
Auðvitað finnst mér þetta hundleiðinlegt og vil ekki vera í þessari stöðu
Auðvitað finnst mér þetta hundleiðinlegt og vil ekki vera í þessari stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað stórt hlutverk í liði AGF sem er í 3. sæti dönsku Superliga þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Eftir næsta leik skiptist deildin upp í tvennt, efstu sex liðin mætast innbyrðis og neðstu sex liðin.

AGF er sjö stigum frá Bröndby sem er með fjögurra stiga forskot á toppnum. Jón Dagur, fyrirliði U21 árs landsliðsins, var til viðtals í gærkvöldi og var hann spurður út í hlutina hjá AGF.

Hvernig hefur þetta verið hjá AGF eftir að boltinn fór af stað eftir áramót?

„Liðinu er búið að ganga fínt, klikkuðum aðeins í síðasta leik þar sem við hefðum getað nálgast toppbaráttuna en við erum búnir að tryggja okkur í undanúrslit í bikar og erum ofarlega í deildinni fyrir síðasta leikinn á sunnudaginn. Í kjölfarið byrjar svo topp sex úrslitakeppnin eða hvað við viljum kalla það. Við erum í flottum málum fyrir hana og framhaldið verður skemmtilegt.“

Hvað gerðist í þessum seinni bikarleik þegar þið tapið (gegn B93, liði úr þriðju efstu deild)? Var þetta eitthvað kæruleysi í ykkur með 3-1 forystu úr fyrri leiknum?

„Þetta var einhver blanda af kæruleysi kannski og að við vorum að rúlla á leikmannahópnum. Það er skrítið að segja það að þrátt fyrir að þetta lið sé í 2. deild þá er þetta týpískt gervigras-lið, mjög góðir að halda bolta og við lentum í veseni með þá. Menn komu kannski ekki með 100% hugarfar inn í leikinn, við komumst áfram sem betur en vorum ekki með bestu tilfinninguna eftir leikinn.“

Svo er það atvik gegn Nordsjælland um daginn þegar samherji þinn fær rautt spjald snemma leiks og þú ert tekinn út af. Hvað hugsaðiru þegar þú áttaðir þig á því að þér yrði skipt út af?

„Það versta við þetta er að þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem þetta gerist, ég var tekinn út af líka gegn Randers snemma á tímabilinu. Í það skiptið gjörsamlega trylltist ég og maður kannski aðeins lærði aðeins af því, ég braut ekki bekkinn aftur í þetta skiptið."

„Þetta var hrikalegt, búinn að undirbúa mig alla vikuna fyrir leikinn og svo er maður tekinn út af rétt eftir að hann er byrjaður. Það var skelfilegt og mjög pirrandi. Eftir leikinn sá maður að það var ekkert sem maður gat gert í þessu í rauninni, þetta var ekkert sem ég gat stjórnað. Ég byrjaði svo næsta leik og átti góðan leik þannig að maður náði þessu út úr hausnum á sér. Það er ógeðslega pirrandi að lenda í þessu.“


Ég ræddi við þig fyrir áramót um það að þú spilar sjaldnast níutíu mínútur í leikjunum. Er þetta langþreytt eða skiljanlegt?

„Þetta er langþreytt. Þetta er búið að vera svona, erfitt fyrir mig að vera segja eitthvað því að í eiginlega öllum leikjum eru báðir kantmennirnir teknir út af og það er að virka. Við erum að vinna leiki og þetta helst í einhverri rútínu, auðvitað finnst mér hundleiðinlegt að vera kantmaðurinn sem er alltaf tekinn út af á 65. til 70. mínútu."

„Þjálfarinn er búinn að vera í þessari rútínu og við erum búnir að vera vinna. En auðvitað finnst mér þetta hundleiðinlegt og vil ekki vera í þessari stöðu,"
sagði Jón Dagur.

Annað úr viðtalinu:
„Auðvitað langar alla að vera í A-landsliðinu en þetta er stórmót"
„Ekki sá gæi sem þú hefðir búist við miðað við það sem búið er að skrifa um hann"
Stöðutaflan Danmörk Superliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Midtjylland 22 15 3 4 43 23 +20 48
2 Brondby 22 14 5 3 44 20 +24 47
3 FCK 22 14 3 5 45 23 +22 45
4 FC Nordsjaelland 22 10 7 5 35 21 +14 37
5 AGF Aarhus 22 9 9 4 26 21 +5 36
6 Silkeborg 22 8 3 11 28 32 -4 27
7 OB Odense 22 6 6 10 25 32 -7 24
8 Lyngby 22 6 5 11 27 39 -12 23
9 Viborg 22 6 5 11 24 37 -13 23
10 Randers FC 22 5 8 9 23 37 -14 23
11 Vejle 22 4 7 11 19 26 -7 19
12 Hvidovre 22 2 5 15 17 45 -28 11
Athugasemdir
banner
banner