Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 18. mars 2021 19:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Auðvitað langar alla að vera í A-landsliðinu en þetta er stórmót"
Icelandair
Geggjað að fá að spila á stórmóti
Geggjað að fá að spila á stórmóti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Held að það séu allir sem vilja vera með einn Alfons í sínu liði.
Held að það séu allir sem vilja vera með einn Alfons í sínu liði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er mjög sáttur með að vera á þessum stað, auðvitað langar all að vera í A-landsliðinu en þetta er stórmót.
Ég er mjög sáttur með að vera á þessum stað, auðvitað langar all að vera í A-landsliðinu en þetta er stórmót.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er flottur, ég er að horfa á Arsenal – Olympiakos,“ sagði Chelsea-maðurinn Jón Dagur Þorsteinsson þegar Fótbolti.net heyrði í honum í kvöld.

Jón Dagur verður fyrirliði U21 árs landsliðsins þegar það tekur þátt í lokamóti Evrópumótsins í Ungverjalandi. Mótið hefst í næstu viku og eru andstæðingar liðsins Rússar, Frakkar og Danir. Jón Dagur er 22 ára kantmaður sem leikur með AGF í Danmörku. Hann á að baki fjóra A-landsleiki og 21 leik með U21 liðinu.

Hvernig er að vera á þeim stað að vera á leið á stórmót?

„Ég er mjög spenntur, þetta er gríðarlega skemmtilegt verkefni, geggjað að fá að spila á stórmóti og ég er fullur tilhlökkunar að fara á mánudaginn.“

Kom það þér á óvart að þú værir í U21 hópnum?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Ég er mjög sáttur með að vera á þessum stað, auðvitað langar alla að vera í A-landsliðinu en þetta er stórmót. Fyrir valið leit ég á þetta, eins og Alfons sagði, sem win-win dæmi og það að vera valinn, sama í hvort verkefnið, hefðu aldrei verið vonbrigði. Þetta eru bæði hrikalega spennandi og skemmtileg verkefni.“

Líst þér vel á verkefnið?

„Mjög vel, hópurinn er ekki mikið breyttur. Alfons er farinn upp í A-liðið, Arnór hefur verið með aðalliðinu og engin breyting á því. Það kemur maður inn fyrir Alfons, mér líst vel á hópinn og þetta verður bara gaman.“

Hverjir eru að þínu mati kostir Alfonsar?

„Hann er virkilega rólegur, gæi sem er með allt á hreinu og ég held að það séu allir sem vilja vera með einn Alfons í sínu liði. Hægri bakvörður sem er góður bæði varnar- og sóknarlega. Hann hefur með komu sinni í Bodö/Glimt bætt sig sóknarlega, hann er mjög góður hægri bakvörður.“

Frá þér séð, er þetta fyllilega verðskuldað fyrir hann að vera valinn í A-landsliðið?

„Jú, algjörlega. Ég veit ekki hvernig maður á að orða það hvernig þeir [Bodö/Glimt] fóru með þessa norsku deild [gjörsamlega slátruðu henni, innsk. fréttaritara] og hann spilaði alla leiki. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel með U21-liðinu og félagsliðinu svo þetta er fyllilega verðskuldað.“

Er markmiðið að fara upp úr riðlinum?

„Auðvitað er markmiðið fyrir öll liðin á þessu móti að fara upp úr sínum riðli, það er ekkert öðruvísi fyrir okkur. Við förum til Ungverjalands til að gera eitthvað og auðvitað njóta þess á sama tíma. Við erum mættir með það markmið að fara upp úr riðlinum.“

Það er búið að tala um möguleikann að leikmenn verði kallaðir upp í A-liðið (líkurnar sennilega minnkuðu eitthvað eftir tíðindi kvöldsins, leikmenn sem spila á Englandi mega spila í Þýskalandi) og þitt nafn kemur upp í þeirri umræðu þar sem þú hefur verið þar. Er þetta eitthvað í höfðinu á þér? Ertu undirbúinn undir eitthvað svoleiðis?

„Nei, ef það gerist þá gerist það bara. Maður tekur bara á því þá. Eins og staðan er núna er ég á leiðinni til Ungverjalands og hausinn er þar. Ef eitthvað breytist þá breytist það og maður tekur bara á því þá. Það er ekkert hægt að hugsa ef og hefði með að vera hérna einn daginn og þarna næsta dag," sagði Jón Dagur.

Rætt var við Jón um AGF og Mikael Neville Anderson og verða þeir hlutar birtir í kvöld og á morgun.
Athugasemdir
banner
banner