fös 20. nóvember 2020 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Dagur: Erfitt að kvarta en ekki staða sem ég vil vera í
Jón Dagur í landsleik í haust.
Jón Dagur í landsleik í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF og fyrirliði U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net í kvöld. Í fyrri hluta spjallsins var rætt um þá staðreynd að U21 landsliðið verður í lokakeppni EM á næsta ári.

Í seinni hlutanum var Jón Dagur spurður út í AGF. Jón verður 22 ára seinna í mánuðinum.

AGF er í 3. sæti Superliga með fimmtán stig eftir átta leiki.

„Það gengur fínt hér. Liðið er að spila vel og við í 3. sæti. Ég vil nýta þessa leiktíð til að bæta mig sem leikmann."

Jón Dagur er oftast í byrjunarliði AGF en spilar sjaldnast 90 mínútur. Hvað veldur?

„Þetta hefur aukist núna þegar fimm skiptingar eru leyfðar. Kantmennirnir eru yfirleitt að spila um sjötíu mínútur. Það er erfitt að kvarta eitthvað yfir þessu á meðan liðinu gengur svona vel en þetta er samt ekki staða sem ég vil vera í. Ég held að tölfræðin sé einhvern veginn þannig að ég hafi verið tekinn út af í 28 af 30 síðustu leikjum sem ég hef byrjað," sagði Jón Dagur.

Sjá einnig:
„Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur sem lið og Ísland"
Athugasemdir
banner
banner
banner