Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. mars 2021 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Ekki sá gæi sem þú hefðir búist við miðað við það sem búið er að skrifa um hann"
Er með þennan hraða sem er ekkert alíslenskt
Icelandair
Með deildartitilinn eftir síðustu leiktíð
Með deildartitilinn eftir síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Mér finnst umfjöllun um hann búin að vera svolítið skrítin
Mér finnst umfjöllun um hann búin að vera svolítið skrítin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson er í U21 landsliðshópnum sem heldur til Ungverjalands í næstu viku. Mikael, sem er leikmaður FC Midtjylland, hefur bæði verið í A-landsliðinu og U21 liðinu og var einhver umræða með hvoru liðinu hann myndi spila í þessum glugga.

U21 landsliðið tekur þátt í riðlakeppni lokakeppni Evrópumótsins og leikur þrjá leiki í komandi glugga. Davíð Snorri Jónasson var spurður út í Mikael á blaðamannafundinum í dag.

„Mikki er klár í slaginn og mjög spenntur"

Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði U21 liðsins, var til viðtals í kvöld og var hann spurður út í Mikael.

Mig langar að spyrja þig út í Mikael Neville Anderson sem hefur verið í A-hópnum, hvað gefur hann liðinu?

„Mikael er mjög kraftmikill, ég hefði sagt kantmaður hefðiru spurt mig fyrir ári en hefur núna dottið inn á miðjuna hjá Midjylland. Hann er góður á boltann, kraftmikill og hann gefur okkur svolítið annað en aðrir leikmenn, er með þennan hraða sem er ekkert alíslenskt.“

Miðað við umfjöllun um hann þá virðist vera hiti í kringum hann. Er þetta alvöru karakter, ef það má orða þetta þannig?

„Já, auðvitað er þetta karakter en mér finnst umfjöllun um hann búin að vera svolítið skrítin. Ef þú hittir hann þá er þetta ekki sá gæi sem þú hefðir búist við miðað við það sem búið er að skrifa um hann. Hann er rólegur, flottur gæi og gaman að vera í kringum hann," sagði Jón Dagur.

Viðtalið við Jón Dag:
„Auðvitað langar alla að vera í A-landsliðinu en þetta er stórmót"
Athugasemdir
banner
banner