Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 20. október 2021 11:51
Elvar Geir Magnússon
Belgískur stuðningsmaður Man City í lífshættu
Leikmenn Man City í 5-1 sigrinum í Belgíu í gær.
Leikmenn Man City í 5-1 sigrinum í Belgíu í gær.
Mynd: Getty Images
63 ára gamall belgískur stuðningsmaður Manchester City er í lífshættu á gjörgæslu á sjúkrahúsi eftir að stuðningsmenn Club Brugge réðust á hann að loknum 5-1 sigurleik City í Meistaradeildinni í gær.

Árásin átti sér stað á bensínstöð í Belgíu en umræddur stuðningsmaður, Guido De Pauw, var með Manchester City trefil um hálsinn. Að honum komu menn og hann var kýldur niður í jörðina.

Sonur De Pauw, sem var með honum á leiknum, segir að árásarmennirnir hafi svo drifið sig í burtu og skilið föður sinn eftir „til að deyja".

Belgíska lögreglan hefur handtekið fimm aðila vegna málsins.

Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu og sent De Pauw og fjölskyldu hans sínar bestu kveðjur.
Athugasemdir
banner
banner