Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 21. mars 2019 19:30
Arnar Helgi Magnússon
Roma ætlar að reyna við Sarri ef hann verður rekinn
Mynd: Getty Images
Ólíklegt þykir að Maurizio Sarri verði stjóri Chelsea á næsta tímabili en liðið situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildinni.

Sarri gæti þó bjargað starfinu með því að vinna Evrópudeildina eða ná Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni.

Ítalskir fjölmiðlar halda því nú fram að Roma sé í tilbúið að bjóða Sarri samning ef að hann fær sparkið frá Chelsea. Claudio Ranieri var á dögunum ráðinn þjálfari Roma en þó bara út tímabilið.

Sarri þekkir vel til á ítalíu en hann er auðvitað ítalskur. Hann hefur þjálfað fjölda liða á Ítalíu og nú síðast Napoli áður en hann tók við Chelsea.

Eftir landsleikjahléið á Chelsea leik gegn Cardiff áður en þeir mæta Brighton. Liðið mætir síðan Slavia Prag í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner